Enski boltinn

Jafntefli var mjög ósanngjörn niðurstaða

Jose Mourinho var hundfúll með að þurfa að sætta sig við stig í dag
Jose Mourinho var hundfúll með að þurfa að sætta sig við stig í dag NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho var hundfúll í dag eftir að hans menn í Chelsea náðu aðeins jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, en meistararnir fóru illa með fjölmörg færi sín í leiknum. Stjóri Villa var að vonum ánægðari með niðurstöðuna.

"Þetta var mjög ósanngjörn niðurstaða. Annað liðið lék til sigurs í dag, en hitt reyndi að hanga á jafntefli. Þetta var að mínu mati besta frammistaða okkar til þessa á tímabilinu og ég held að við höfum skapað okkur 10 dauðafæri. Ég hefði samt ekki orðið hissa þó þeir hefðu stolið sigrinum í lokin, slíkt var mótlætið," sagði fúll Jose Mourinho.

"Ég var ánægður með liðið í dag. Við byrjuðum mjög illa en náðum að rífa okkur upp og jafna. Á öðrum degi hefði liðið örugglega brotnað saman við að lenda undir strax í upphafi leiks gegn svo sterkum mótherja, en við náðum að standast pressu þeirra í síðari hálfleik og ég vona að þetta blási sjálfstrausti í mannskapinn," sagði Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, en liðið hefur enn ekki tapað á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×