Enski boltinn

Markheppni Solskjær tryggði United sigur

Ole Gunnar skoraði mörk með því að vera réttur maður á réttum stað í dag
Ole Gunnar skoraði mörk með því að vera réttur maður á réttum stað í dag Nordicphotos/Getty images.

Manchester United vann auðveldan 2-0 sigur á slöku liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði bæði mörk heimamanna, en þau voru dæmigerð fyrir þennan ótrúlega markheppna framherja. United átti auk þess fjögur stangarskot í leiknum, en liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í dag.

Þá tryggði Benni McCarthy Blackburn 2-1 sigur á Wigan á Ewood Park með því að skora sigurmark liðsins undir lokin. Emile Heskey kom gestunum yfir á 2. mínútu, en David Bentley jafnaði leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Varamarkvörðurinn Jason Brown var svo hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu frá Svetoslav Todorov - og McCarthy refsaði svo gestunum með því að skora sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×