Enski boltinn

Zokora ætlaði ekki að fiska víti

Martin Jol viðurkenndi að vítaspyrnudómurinn hefði verið rangur, en neitar að viðurkenna að Zokora hafi fiskað vítið viljandi
Martin Jol viðurkenndi að vítaspyrnudómurinn hefði verið rangur, en neitar að viðurkenna að Zokora hafi fiskað vítið viljandi NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol hefur nú komið leikmanni sínum Didier Zokora til varnar eftir að sá síðarnefndi lét sig detta í vítateig Portsmouth í dag og fiskaði vítaspyrnu sem réði úrslitum í leiknum. Jol segist ekki líða leikaraskap og segir það ekki hafa verið ætlun Zokora að leiða dómarann í gildru.

"Ég á eftir að skoða þetta atvik betur en mér sýnist Zokora hafa fipast af því hann átti von á snertingu frá Mendes. Hann var ekki í jafnvægi og datt því í grasið. Það er líklega rétt að þetta var ekki vítaspyrna en dómarinn mat þetta öðruvísi frá því sem hann sá.

Ég held að Zokora hafi ekki verið að fiska þetta viljandi, en ég sá alveg að Mendes snerti hann ekki - ég viðurkenni það," sagi Jol og var að öðru leiti nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna í langþráðum sigri, sem verður að teljast nokkuð skrítið því heimamenn voru bitlausir á hælunum lengst af í leiknum eins og verið hefur á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×