Viðskipti innlent

Sigrún til Evrópuskrifstofu SA

Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að Sigrún sé lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hafi jafnframt numið Evrópufræði við Europa-Kolleg í Hamborg. Áður hefur hún m.a. starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA, Héraðsdómi Reykjavíkur og Vinnueftirliti ríkisins.

Sigrún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni og hefur lögmannsstörf á Lex lögmannsstofu.

Evrópuskrifstofa SA í Brussel var opnuð 1. september 1993 og er til húsa í húsnæði UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins. Hlutverk Evrópuskrifstofu atvinnulífsins er fyrst og fremst erindrekstur gagnvart UNICE og hinum ýmsu stofnunum í Evrópusamstarfi. Ennfremur sinnir skrifstofan upplýsingaöflun um Evrópumál fyrir SA sem og fleiri samtök og fyrirtæki á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×