Enski boltinn

Rannsókn haldið áfram vegna 39 félagaskipta

Richard Scudamore og félagar í stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hafa veitt tveggja mánaða frest svo hægt sé að ljúka rannsókn á spillingu í ensku knattspyrnunni, en nú hefur hringurinn verið þrengdur verulega og aðeins 8 félög koma þar við sögu í tengslum við 39 félagaskipti.
Richard Scudamore og félagar í stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hafa veitt tveggja mánaða frest svo hægt sé að ljúka rannsókn á spillingu í ensku knattspyrnunni, en nú hefur hringurinn verið þrengdur verulega og aðeins 8 félög koma þar við sögu í tengslum við 39 félagaskipti. NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú gefið Lord Stevens og rannsóknarteymi hans tvo mánuði til viðbótar til að rannsaka frekar meint ólöglegt athæfi í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum. Þáttur þessi verður á dagskrá Sýnar klukkan 22 á fimmtudagskvöldið.

Rannsóknin náði upphaflega til 362 leikmannaskipta í deildinni sem náðu frá tímabilinu 1. janúar 2004 til 31. janúar á þessu ári. Lord Stevens hefur nú gefið það upp að 39 félagaskipti þar sem 8 félög koma við sögu verði nú rannsökuð frekar og hefur Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, gefið grænt ljós á að rannsóknin haldi áfram í tvo mánuði.

"Þetta er nokkuð sem allir klúbbar í deildinni vilja að klárað verði frá, því allir vilja láta hreinsa nafn sitt af ásökunum um ólöglegar greiðslur til umboðsmanna við félagaskipti. Það var því einróma ákvörðun allra æðstu manna úrvalsdeildarinnar að gefinn yrði tveggja mánaða frestur til viðbótar svo hægt sé að fá niðurstöðu í málinu," sagði Scudamore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×