3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns 2. október 2006 22:17 MYND/AP Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira