Innlent

Síldin brædd í mjöl

MYND/Vísir

Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp.

Mun hærra verð hefur fengist fyrir síld til manneldis en til skepnufóðurs, en það réttir heldur hag útgerða og sjómanna við þessar aðstæður, að óvenju hátt verð hefur fengist fyrir mjöl og lýsi úr bræðslunni upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×