Erlent

Vilja banna botnvörpuveiðar

Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni.

Umhverfissinnar hafa um nokkurt skeið reynt að fá Sameinuðu þjóðirnar til að koma á banni við botnvörpuveiðum á úthöfunum en hingað til ekki haft erindi sem erfiði. Málið verður enn einu sinni á dagskrá allsherjarþingsins í þessari viku en á meðal þeirra þjóða sem beita sér fyrir banninu á þeim vettvangi eru Ástralía og Nýja-Sjáland.

Erindrekar ríkjanna héldu blaðamannafund í gær, með fulltingi leikkonunnnar Sigourney Weaver, þar sem skorað var á þingið að samþykkja slíkt bann vegna þeirra skemmda sem veiðarfærið veldur á sjávarbotninum. Weaver lýsti botnvörpuveiðum við nauðgun á höfunum og sagði almenning mundu fyllast viðbjóði hefði hann hugmynd um framferðið. Í

slendingar eru í hópi þeirra þjóða sem harðast hafa barist gegn slíku banni enda er botnvarpan mikilvægasta veiðarfæri íslenska flotans. Í hana eru yfirleitt veidd rúm fjörutíu prósent alls aflaverðmætis sem dregið er um borð í íslensk skip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×