Innlent

Síldin gefur minna í aðra hönd

Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd.

Lang mest af Norsk-íslensku síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl og lýsi til skepnufóðurs, en ekki fryst til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er mikið offramboð í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. Mun hærra verð hefur fengist fyrir síld til manneldis en til skepnufóðurs, en það réttir heldur hag útgerða og sjómanna við þessar aðstæður, að óvenju hátt verð hefur fengist fyrir mjöl og lýsi úr bræðslunni upp á síðkastið. Hinsvegar nýtist ekki gríðarleg fjárfesting sem margar útgerðir hafa lagt í til að geta fryst síldina um borð til manneldis. Íslenski kvótinn er 140 þúsund tonn í ár og á eftir að veiða innan við 20 þúsund tonn af honum, enda hafa veiðarnar gengið nokkuð vel.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×