Innlent

Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur

Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Pilturinn var sviptur ökuleyfi en hann hefur ítrekað brotið umferðarreglur. Hann var tvívegis tekinn fyrir hraðakstur í september og jafnoft á vormánuðum. Pilturinn missti ökuleyfið fyrir of hraðan akstur í apríl og í sumar, þegar hann hafði ekki tekið út þá refsingu að fullu, var hann tekinn fyrir að aka yfir á rauðu ljósi.

Annar 21 árs piltur var stöðvaður í höfuðborginni í gær fyrir að aka á 136 kílómetra hraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×