Innlent

Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri

MYND/Vísir
Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi.

Í september var 1241 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar, segir þetta óvenju mikið. Alltof hátt hlutfall ökumanna sé líka á yfir hundrað kílómetra hraða eða á tvöföldum hámarkshraða í þrjátíu kílómetra hverfum.

Guðbrandur segir september oft annasaman mánuð fyrir lögregluna en umferð aukist gríðarlega í þessum mánuði þegar skólar hefjast á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×