Enski boltinn

David Dein kjörinn stjórnarformaður G14

Arsenal á nú ekki aðeins hauk í horni hjá enska landsliðinu, heldur er stjórnarmaður félagsins orðinn formaður G14
Arsenal á nú ekki aðeins hauk í horni hjá enska landsliðinu, heldur er stjórnarmaður félagsins orðinn formaður G14 AFP

David Dein, varastjórnarformaður Arsenal, var í dag kjörinn formaður samtakanna G14 sem samanstanda af stjórnarmönnum 18 stærstu knattspyrnufélaga Evrópu.

Dein mun gegna formennsku í stað Roberto Bettega frá Juventus og gegna embættinu næsta árið. Dein hefur lofað að gera sitt besta til að binda enda á deilur sem sífellt eru að magnast milli félagsliða og Alþjóða Knattspyrnusambandsins vegna þáttöku leikmanna í landsleikjum.

Manchester United, Liverpool og Arsenal eru einu ensku liðin sem eru í G14, en athygli vekur að David Dein skuli vera ráðinn í þessa stöðu, því heilindi hans hafa oftar en einu sinni verið dregin í starfi sínu hjá Arsenal á undanförnum mánuðum og árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×