Viðskipti erlent

Dow Jones í nýjum hæðum

Upplýsingaskilti í Kauphöllinni í New York sem sýnir lokagengi vísitalna síðdegis á þriðjudag.
Upplýsingaskilti í Kauphöllinni í New York sem sýnir lokagengi vísitalna síðdegis á þriðjudag. Mynd/AP

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones setti enn á ný met við lokun markaða vestanhafs í gær. Þetta er annar dagurinn sem lokagengi vísitölunnar nær sögulegum hæðum.

Vísitalan hækkaði um 123,27 punkta í Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær eða um 1,05 prósent og endaði í 11.850,61 stigi. Á þriðjudaginn endaði vísitalan í 11.727,34 stigum en það var hæsta lokagengi vísitölunnar síðan um miðjan janúar árið 2000.

En fleiri vísitölur hækkuðu sömuleiðis en Standard & Poor's 500 vísitalan sló fimm ára met.

Helsta ástæðan fyrir hækkunum vísitalna vestra er bjartsýni fjárfesta, talsverðar lækkanir á hráolíuverði og líkur á því að stýrivaxtaferli bandaríska seðlabankans sé á enda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×