Innlent

Eldri virkjanir betur rannsakaðar

Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Það eru ekki margir óháðir sérfræðingar hér á landi sem hafa þekkingu til að rýna í þær rannsóknir sem gerðar voru fyrir hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun. Einn þeirra er Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem hefur undanfarið rýnt í faglega undirbúningsvinnu virkjunarinnar. Hann segir óþarfa áhættu hafa verið tekna við byggingu og Landsvirkjun hafi verið að spara við sig rannsóknir sem ollu kostnaðarsömum töfum.

Það má líkja þessu við það að finnast ofsaakstur í lagi svo lengi sem ekki verði stórslys, segir jarðeðlisfræðiprófessorinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×