Fótbolti

Atletico ætlar alls ekki að selja Torres

Fernando Torres
Fernando Torres NordicPhotos/GettyImages

Einhver þrálátasti orðrómur í knattspyrnuheiminum á liðnum áratug fór enn á ný á fullt í dag þegar breskir fjölmiðlar fullyrtu að Manchester United væri á höttunum eftir framherjanum Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Forseti spænska félagsins er orðinn mjög þreyttur á að svara spurningum þessu tengt.

"Við erum orðnir mjög þreyttir á þessum spurningum," sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Atletico í samtali við Sky í dag. "Atletico er félag sem veltir sér ekki upp úr orðrómum, en ég get fullyrt að ekkert félag hefur spurst fyrir um Torres - enda er hann ekki til sölu og skrifaði fyrir skömmu undir stóra framlengingu á samningi sínum við okkur," sagði Jeus Garcia Pitarch.

Torres framlengdi nýverið til ársins 2009, en það sem vekur forvitni enskra miðla er sú staðreynd að klásúlu hefur verið breytt í samningi hans þar sem fram kemur að það muni kosta 27 milljónir punda að fá hann lausan frá félaginu í stað þeirra 60 sem áður var samið um.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Manchester United hefði þegar lagt fram 5 milljónir punda til að greiða inn á leikmanninn og myndi ganga frá kaupunum í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×