Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir 5. október 2006 19:00 Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen. Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen.
Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira