Ekki fengu allir Nyhedsavisen 6. október 2006 20:45 Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum. Erlent Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum.
Erlent Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira