Enski boltinn

Líkir landsliðsþjálfurum við bílþjófa

Arsene Wenger er afar óhress með ástand leikmanna sinna þegar þeir snúa aftur úr landsleikjum
Arsene Wenger er afar óhress með ástand leikmanna sinna þegar þeir snúa aftur úr landsleikjum NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur enn á ný ákveðið að tjá gremju sína í garð landsliðsþjálfara og í dag líkti hann leikmönnum sínum við stolna bensínlausa bíla á víðavangi þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum.

"Gerard Houllier er nákvæmlega sammála mér með þetta. Okkur þykir það sem landsliðsþjálfararnir eru að gera við leikmenn okkar vera það sama og bílþjófar gera þegar þeir stela bílum fólks, keyra þá út og skilja þá eftir bensínlausa úti í kanti á víðavangi. Við þurfum svo að gera við bílana okkar og koma þeim í stand á ný, en um leið og við náum því - koma þjálfararnir aftur og stela þeim frá okkur," sagði Wenger og bætti við að eini landsliðsþjálfarinn sem hefði verið í reglulegu sambandi við sig varðandi notkun á leikmönnum sínum hefði verið Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×