Viðskipti innlent

Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur

Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu.

Í tilkynningu Kauphallar Íslands segir að Stamford Partners er breskt ráðgjafarfyrirtæki á fjármálamarkaði með starfsemi í London og Amsterdam. Félagið sérhæfir sig í ráðgjöf til evrópskra fyrirtækja í matvæla- og drykkjariðnaði og byggir starfsemi þess á sterkum tengslum við leiðandi fyrirtæki í greininni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×