Viðskipti innlent

Sena kaupir í Concert

Einar Bárðarson, stofnandi Concert.
Einar Bárðarson, stofnandi Concert. Mynd/Teitur

Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar. Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn.

Í fréttatilkynningu frá Senu segir að Concert hafi verið stofnað árið 2000 og verið leiðandi í tónleikahaldi og umboðsmennsku á Íslandi undanfarin ár. Síðastliðið sumar réð Sena Ísleif Þórhallsson til starfa með það í hyggju að hefja sókn í tónleikahaldi og eru kaupin á ráðandi hlut í Concert liður í að styrkja enn frekar öflugan vettvang fyrir lifandi tónlist og aðra viðburði.

Ísleifur Þórhallsson mun eftir sem áður stjórna tónleikahaldi Concert en Helga Lilja Gunnarsdóttir verður áfram framkvæmdastjóri félagsins. Einar Bárðarson mun áfram starfa við Concert en hann mun sitja í stjórn félagsins ásamt Birni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Senu, og Pálma Guðmundssyni.

Samhliða setu í stjórn Concert mun Einar sinna ráðgjafastarfi í útflutningi á íslenskri tónlist, fyrir stjórn og framkvæmdastjóra Senu, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×