Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ 16. október 2006 21:21 Eitthvað af því kynningarefni sem ríki hafa sent frá sér vegna baráttu um sæti í Öryggisráði SÞ næstu 2 árin. MYND/AP Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira