30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn 16. október 2006 22:30 Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða Kjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AFP Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin. Erlent Fréttir Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Sjá meira
Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Sjá meira