Enski boltinn

Cech gæti snúið aftur fyrr en áætlað var

Krejci var sammála enskum læknum að litlu hefði munað að Cech léti lífið í samstuðinu um helgina
Krejci var sammála enskum læknum að litlu hefði munað að Cech léti lífið í samstuðinu um helgina NordicPhotos/GettyImages

Petr Krejci, læknir tékkneska knattspyrnulandsliðsins, segir að meiðsli landsliðsmarkvarðarins Petr Cech hjá Chelsea séu ef til vill ekki jafn alvarleg og talað hefur verið um síðustu daga, en menn vildu meina að markvörðurinn þyrfti að vera frá keppni í að minnsta kosti hálft ár.

"Ég talaði við lækna Chelsea í gær og er nú loksins búinn að fá að vita nákvæmlega hvað amar að honum. Hann brákaði bein í höfuðkúpunni og fékk heilahristing, sem eru auðvitað alvarleg meiðsli, en hvað beinbrotið varðar er þetta ekki svo alvarlegt. Læknar okkar eru mjög vel kunnugir meiðslum á borð við þessi og við vitum betur hvernig hann stendur þegar við erum búnir að fá að skoða hann. Cech mun snúa heim fljótlega og er á góðum batavegi, svo ég sé ekki að hann ætti ekki að geta farið æfa létt á næstu vikum og jafnvel byrjað að spila eftir örfáa mánuði," sagði Tékkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×