Viðskipti innlent

Enn bætist í krónubréfaútgáfuna

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands.
Í dag tilkynnti Eurofima um útgáfu á 3 milljarða króna jöklabréfum með 10 prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi í dag að Eurofima, sem er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, sé nýr útgefandi jöklabréfa.

Þá var 3 milljarða króna jöklabréf frá Swedish export credit á gjalddaga í gær og á föstudag er gjalddagi 6 milljarða króna jöklabréfs Rabobank. Bæði þessi bréf, sem voru gefin út fyrir ári síðan, báru 9,125 prósenta vexti, að sögn greiningardeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×