Enski boltinn

Vill ekki hugsa um að slá met

Martin O´Neill
Martin O´Neill NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill segist ekki vera með hugann við metabækurnar þegar lið hans fær Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en Aston Villa er eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og er nú aðeins fjórum leikjum frá því að jafna félagsmet.

Besta byrjun Villa í deildinni ef miðað er við þetta var tímabilið 1998-99 þegar liðið tapaði ekki fyrr en í 13. umferð og var þá undir stjórn John Gregory. Martin O´Neill segir allt of snemmt að tala um að slá það met, því liðið eigi gríðarlega erfiða leiki fyrir höndum í deildinni á næstu misserum.

"Það þýðir ekkert fyrir mig að vera að velta mér upp úr metum, því við eigum erfiða leiki á næsta mánuði. Við eigum eftir að mæta Fulham á heimavelli, en svo bíður okkar leikur gegn Liverpool á útivelli í umferðinni þar á eftir. Það er vissulega gaman að vera eina taplausa liðið í úrvalsdeildinni, en ég myndi nú ekki leggja háar fjárhæðir undir að við næðum að slá þetta met," sagði O´Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×