Innlent

Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu

Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess.

Samkomulagið var undirritað við setningu ráðstefnunnar Björgun 2006 en undir það rituðu Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.

Samkomulagið er gert í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins en þar var uppbygging Tetra kerfisins kynnt. Neyðarlínan, 112, eignaðist Tetra kerfið á árinu 2005 en það hefur hingað til aðeins þjónað viðbragðsaðilum á suðvesturlandi, Akureyri og Ísafirði. Með þeirri endurnýjun og uppbyggingu sem framundan er munu Íslendingar eignast fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á. Kerfið mun þjóna öllu landinu og gegna lykilhlutverki við leit og björgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×