Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2024 15:07 Alvarlegar aukaverkanir af Covid-bóluefnum eru sjaldgæfar. Því þykir óvenjulegt að tilkynnt sé um fjögur andlát af völdum þeirra af sama lækni á stuttu tímabili. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir það afar óvenjulegt ef rétt reynist að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis gegn Covid-19 í ljósi þess hversu fágætar alvarlegar aukaverkanir séu. Óháðir sérfræðingar kanna skráningar læknisins á orsökum andlátanna. Bóluefni gegn Covid-19 var í fyrsta skipti skráð sem dánarorsök á Íslandi í dánarmeinaskrá embættis landlæknis í fyrra. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að embættið hefði skráningarnar til skoðunar. Sami læknir skráði öll andlátin síðasta haust. Þau voru þó ekki öll á sama hjúkrunarheimilinu, þvert á það sem RÚV hafði eftir heimildum sínum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að skráningarnar séu til skoðunar í ljósi þess að þær snúist um hugsanlega alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu og að þær séu þær fyrstu af sínu tagi í dánarmeinaskránni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á bóluefnum gegn Covid-19 sem milljónir manna um alla heim hafa fengið undanfarin ár leiða í ljós að alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Engin tengsl hafa fundist við andlát. Líkurnar á að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis á svo skömmum tíma eru því hverfandi. „Ég myndi telja að það væri mjög óvanalegt og það er full ástæða til þess að skoða það,“ segir Guðrún. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Áður fengið óháða sérfræðinga til að kanna tilkynningar um andlát Óháðir sérfræðingar verða fengnir til þess að fara yfir skráningarnar á andlátunum. Guðrún segir að það hafi tvisvar verið gert áður í tengslum við bóluefnin árið 2021. Þannig voru utanaðkomandi öldunarlæknar kallaðir til í tvígang vegna nokkurra andláta á hjúkrunarheimilum sem tilkynnt var um eftir bólusetningar. Í engu þeirra tilfella var talið líklegt að bóluefni hafi valdið dauða fólks. Aðeins eitt bóluefni hefur verið í notkun hér á landi undanfarin misseri, Comirnaty frá lyfjarisanum Pfizer. Það er svokallað mRNA-bóluefni og er ætlað fólki sex mánaða og eldra samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fjörutíu og sjö andlát voru rakin til Covid-19 í fyrra en 213 árið 2022. Ekki frambjóðandi Ábyrgrar framtíðar RÚV sagði jafnframt í frétt sinni að læknirinn sem skráði bóluefnin sem dánarorsök hefði verið „ötull talsmaður“ lyfsins ivermectin. Því var haldið mjög á lofti af andstæðingum bóluefna og annarra sem dreifðu upplýsingafalsi um heimsfaraldurinn þrátt fyrir að það hefði enga virkni gegn veirunni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og frambjóðandi á lista Ábyrgar framtíðar til alþingiskosninganna, krafðist á sínum tíma að fá heimild til þess að vísa á ivermectin sem meðferð gegn Covid-19 en var synjað um það af Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytinu. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi verið einn þekktasti talsmaður ormalyfsins gegn Covid-19 hér á landi er hann ekki læknirinn sem skráði bóluefnin sem orsök andlátanna fjögurra í fyrra. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Vísi og sagðist jafnframt hafa fengið margar spurningar um það í tilefni af frétt RÚV. Bólusetningar Lyf Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37 Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Bóluefni gegn Covid-19 var í fyrsta skipti skráð sem dánarorsök á Íslandi í dánarmeinaskrá embættis landlæknis í fyrra. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að embættið hefði skráningarnar til skoðunar. Sami læknir skráði öll andlátin síðasta haust. Þau voru þó ekki öll á sama hjúkrunarheimilinu, þvert á það sem RÚV hafði eftir heimildum sínum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að skráningarnar séu til skoðunar í ljósi þess að þær snúist um hugsanlega alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu og að þær séu þær fyrstu af sínu tagi í dánarmeinaskránni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á bóluefnum gegn Covid-19 sem milljónir manna um alla heim hafa fengið undanfarin ár leiða í ljós að alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Engin tengsl hafa fundist við andlát. Líkurnar á að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis á svo skömmum tíma eru því hverfandi. „Ég myndi telja að það væri mjög óvanalegt og það er full ástæða til þess að skoða það,“ segir Guðrún. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Áður fengið óháða sérfræðinga til að kanna tilkynningar um andlát Óháðir sérfræðingar verða fengnir til þess að fara yfir skráningarnar á andlátunum. Guðrún segir að það hafi tvisvar verið gert áður í tengslum við bóluefnin árið 2021. Þannig voru utanaðkomandi öldunarlæknar kallaðir til í tvígang vegna nokkurra andláta á hjúkrunarheimilum sem tilkynnt var um eftir bólusetningar. Í engu þeirra tilfella var talið líklegt að bóluefni hafi valdið dauða fólks. Aðeins eitt bóluefni hefur verið í notkun hér á landi undanfarin misseri, Comirnaty frá lyfjarisanum Pfizer. Það er svokallað mRNA-bóluefni og er ætlað fólki sex mánaða og eldra samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fjörutíu og sjö andlát voru rakin til Covid-19 í fyrra en 213 árið 2022. Ekki frambjóðandi Ábyrgrar framtíðar RÚV sagði jafnframt í frétt sinni að læknirinn sem skráði bóluefnin sem dánarorsök hefði verið „ötull talsmaður“ lyfsins ivermectin. Því var haldið mjög á lofti af andstæðingum bóluefna og annarra sem dreifðu upplýsingafalsi um heimsfaraldurinn þrátt fyrir að það hefði enga virkni gegn veirunni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og frambjóðandi á lista Ábyrgar framtíðar til alþingiskosninganna, krafðist á sínum tíma að fá heimild til þess að vísa á ivermectin sem meðferð gegn Covid-19 en var synjað um það af Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytinu. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi verið einn þekktasti talsmaður ormalyfsins gegn Covid-19 hér á landi er hann ekki læknirinn sem skráði bóluefnin sem orsök andlátanna fjögurra í fyrra. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Vísi og sagðist jafnframt hafa fengið margar spurningar um það í tilefni af frétt RÚV.
Bólusetningar Lyf Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37 Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37
Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58