Enski boltinn

Mascherano þykir Defoe sleppa vel

Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að Defoe hafi nartað aðeins í mótherja sinn
Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að Defoe hafi nartað aðeins í mótherja sinn NordicPhotos/GettyImages

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá West Ham er mjög ósáttur við að Jermain Defoe skuli ekki hafa fengið harðari refsingu en gult spjald fyrir á bíta sig í leik grannaliðanna á sunnudag.

"Það að vera bitinn er klárlega það versta sem ég hef lent í á knattspyrnuvellinum síðan ég kom til Englands og ég er mjög hissa á því að dómarinn hafi ekki vísað Defoe af velli fyrir þetta. Mér gekk ekki vel í þessum leik, en ég átti ekki von á vona vitleysu," sagði Argentínumaðurinn.

Steve Bennett dómari gaf báðum leikmönnum gult spjald fyrir hegðun sína, en aganefndin tekur ekki sérstaklega á atvikinu þess vegna og telst það því úr sögunni. Undantekning var gerð á þessari reglu í máli Ben Thatcher í sumar, en það þótti mjög alvarlegt og því var ákveðið að taka það sérstaklega fyrir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×