Enski boltinn

Ekki afskrifa okkur

Steven Gerrard bendir á að Liverpool eigi enn eftir heimaleiki við toppliðin tvö
Steven Gerrard bendir á að Liverpool eigi enn eftir heimaleiki við toppliðin tvö NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard segir að fólk ætti að forðast að afskrifa titilvonir Liverpool þó gengi liðsins hafi alls ekki staðist væntingar í upphafi leiktíðar og bendir á að Manchester United og Chelsea eigi eftir að misstíga sig áður en langt um líður.

Gerrard var nokkuð frá sínu besta þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Manchester United um síðustu helgi og hefur rauði herinn enn ekki unnið leik á útivelli í deildinni. Liverpool er nú 11 stigum á eftir Chelsea, sem er í öðru sæti deildarinnar. Gerrard bendir á að þó vissulega hafi gengið brösulega í upphafi leiktíðar, sé þó hægt að líta á björtu hliðarnar. Liðið sé búið að spila útileiki við Chelsea og Manchester United og þessi lið eigi mjög erfiða leiki fyrir höndum á næstunni.

"Við höfum verið í vandræðum í byrjun og þetta var ekki byrjunin sem við áttum von á. Það er þó enginn að segja að við getum ekki tekið rispu án taps sem stendur í tíu leiki eða svo og toppliðin eiga erfiða leiki framundan. Þá eigum við heimaleiki gegn þessum liðum til góða og því þýðir ekkert fyrir fólk að vera að afskrifa okkur í toppbaráttunni," sagði fyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×