Viðskipti innlent

Hagnaður NIB minnkar

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) skilaði tæplega 90 milljóna evra hagnaði á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta jafngildir 7,7 milljörðum íslenskra króna, sem er 27 milljónum evrum eða 2,3 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá bankanum segir að rekstrarhagnaður hafi numið 110,8 milljónum evra eða 9,5 milljörðum króna á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam rekstrarhagnaðurinn hins vegar 135,2 milljónum evra eða 11,6 milljörðum króna.

Helsta ástæða samdráttarins er aukinn vaxtamunur, að því er segir í uppgjörinu.

Um 27 prósent af heildarlánum bankans fóru til framleiðslufyrirtækja á Norðurlöndunum. Þar af námu lán til uppbyggingar á raforkuiðnaði og álbræðslu 22 prósentum á tímabilinu. Lánahlutfallið til Íslands var hátt en nokkuð lægra til Finnlands og Svíþjóðar en undanfarin ár, að því er segir í uppgjörinu.

Stærstu lánin fóru hins vegar til vegaframkvæmda í Noregi og uppbyggingar í heilbrigðisþjónustu í Eistlandi.

Tilkynning NIB til Kauphallar Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×