Innlent

2764 höfuð greitt atkvæði kl. 21

MYND/Hörður Sveinsson

2764 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskonsingarnar næsta vor þegar kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum flokksins í kvöld. Þar af höfðu 680 greitt atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir verða 7 á morgun, þar með talin Valhöll, og verða þeir opnaðir kl. 10 í fyrramálið og hægt að kjósa til kl. 18 annað kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar.

Kosið verður í 8 kjörhverfum og er hægt að nálgast nánari upplýsingar um skiptingu þeirra hér. Alls eru um 21 þúsund manns á kjörskrá.

Mikil spenna er fyrir prófkjörið. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir 1. sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um 2. sætið en eftir því sækjast þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. Sá sem hefur betur kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast 19 eftir 9 efstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×