Viðskipti innlent

Avion Group kaupir í Atlas

Magnús Þorsteinsson.
Magnús Þorsteinsson.
Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns Eimskips Atlas Canada, Inc. eignast 85,8 prósent hlutafjár í kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage Income Trust eða samtals 56,2 milljónir bréfa að nafnverði á genginu 7,5 kanadíska dali á hlut.



Í tilkynningu frá Avion Group segir að félagið áformi að gera upp við hluthafa félagsins á morgun og greiða hlutina daginn eftir. Skilyrði sem tilboðið var háð hafa nú verið uppfyllt, þar á meðal að Avion eignaðist a.m.k. 66 2/3 prósent hluta í Atlas og engar stórvægilegar breytingar í tengslum við Atlas hafi átt sér stað sem hafi áhrif á tilboðið.

Í samræmi við ætlanir Avion Group um að eignast 100% hlut í Atlas ætlar félagið að grípa strax til aðgerða til að eignast útistandandi hlutafé Atlas. Gert er ráð fyrir að því ljúki í kringum 3. nóvember.

Atlas verður afskráð úr Kauphöllinni í Toronto í Kanada um leið og talið er að félagið lúti ekki lengur reglum Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir því að það verði þann 3. nóvember.

Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Avion Group, í tilkynningunni. Hann segir:„ Við erum mjög ánægð með að hafa náð markmiðum okkar með Atlas. Yfirtakan var vinveitt og það er okkur mikils virði. Nú taka við spennandi tímar að samþætta rekstur Eimskips og Atlas."

Tilkynning frá Avion Group til Kauphallar Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×