Viðskipti innlent

FME segir regluvörslu í góðu horfi

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, á ársfundi Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, á ársfundi Fjármálaeftirlitsins. Mynd/Valli

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi.

Í tilkynningu frá FME segir að tilgangur slíkra úttekta sé fyrirbyggjandi eftirlit og aukinn trúverðugleiki skráðra félaga og könnun á starfsháttum svokallaðra regluvarða hjá slíkum félögum.

Um Marel segir FME að metnaður og vilji sé til staðar hjá félaginu til að framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sé eins og best verður á kosið. Skráningu í samskiptabók er í einhverjum tilvikum ábótavant en enginn listi yfir tímabundna innherja var sendur FME á tímabilinu þrátt fyrir að ástæða hafi verið til. Virðist sem bæta megi úr þekkingu á þýðingu og tilgangi lista yfir tímabundna innherja hjá félaginu, að sögn FME.

FME segir ennfremur um Atlantic Petroleum að regluvarsla hjá félaginu sé í góðu lagi. Félagið starfi eftir eigin reglum. Nokkrar reglur séu þó ekki jafn nákvæmar og FME hefði óskað og hefur gert athugasemdir við þær.

Vefsvæði Fjármálaeftirlitsins








Fleiri fréttir

Sjá meira


×