Viðskipti innlent

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar

Greiðsluafkoma ríkissjóðs hefur batnað frá síðasta ári. Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 43,9 milljörðum króna en er 29,3 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra.

Að undanskildum tekjum ríkissjóðs vegna sölunnar á Landssímanum hf. hækkuðu tekjurnar um 28,6 milljarða krónur á milli ára. Gjöld ríkissjóðs stóðu hins vegar í stað á milli ára.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 305 milljarða í fyrra. Sé litið framhjá sölunni á Landssímanum jukust tekjurnar um 28,6 milljarða krónur eða 11,5 prósent.



Innheimta skatta á tekjur og hagnað nam rúmum 88 milljörðum króna á tímabilinu en það er rúm 14 milljarða króna aukning á milli ára og jafngildir 15,2 prósenta hækkun. Tekjuskattur einstaklinga jókst um

12,1 prósent og lögaðila um 69,6 prósent (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu).

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2006





Fleiri fréttir

Sjá meira


×