Viðskipti innlent

Síminn hagnast um 3 milljarða

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, og Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, og Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans. Mynd/E.Ól.

Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára.

Þar sem Síminn tapaði um 6,4 milljörðum króna á fyrri hluta ársins nemur heildartap félagsins rúmum 3,1 milljarði það sem af er þessu ári.

Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 2.357 milljónir króna og hækkaði um 10 prósent. Framlegðarhlutfallið (EBITDA) var 37,9 prósent sem er 19 prósenta aukning milli ára.

Exista er stærsti eigandinn í Símanum með 43 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×