Enski boltinn

Við erum í rosalegu formi

Alex Ferguson sést hér ásamt þjálfarateymi sínu fyrir leikinn í dag.
Alex Ferguson sést hér ásamt þjálfarateymi sínu fyrir leikinn í dag. Getty Images

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist finna mikinn meðbyr með sínu liði þessa dagana og miðað við andann og stemninguna í hópnum segist hann handviss um að lærisveinar sínir muni koma til með að berjast um titla í vetur.

"Þetta var frábær frammistaða og liðið er í rosalegu formi," bætti Ferguson við, en leikurinn gegn Portsmouth í dag, sem Man. Utd. vann 3-0, markaði 20 ára starfsafmæli hans hjá félaginu.

"20 ár er mikill áfangi fyrir mig. Þessi tími hefur verið fljótur að líða og ég er meira fyrir það að horfa fram á veginn. Og ég hef á tilfinningunni að tímabilið í ár verði gott fyrir þetta félag," sagði Ferguson.

Joe Jordan, aðstoðarþjálfari Portsmouth, sagði eftir leikinn að Man. Utd. væri með hrikalega gott lið í augnablikinu. "Þeir eru að klára sína leiki strax í upphafi og gefa fá færi á sér. Þeir eru á fljúgandi siglingu í augnablikinu og sjálfstraustið geislar af leikmönnum liðsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×