Erlent

Saddam verður hengdur fyrir áramót

MYND/AP

Forsætisráðherra Íraks segir að Saddam Hussein verði hengdur fyrir áramót. Hann vill engin afskipti annarra ríkja af réttarfari í landinu.

Buri al-Maliki sagði í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein sé nú fyrir áfrýjunardómstól. Ef dauðadómurinn verði saðfestur, verði honum framfylgt. Lögum samkvæmt eigi að framfylgja dauðadómum innan þrjátíu daga, og því verði Saddam að öllum líkindum tekinn af lífi fyrir áramót.

Maliki sagði ennfremur að hann teldi að íraski herinn og lögreglan geti tekið við öryggisgæslu í landinu eftir nokkra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×