Enski boltinn

Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull.

"Hvernig í ósköpunum má það vera að Jose Mourinho fái að hitta Keith Hackett - Guð minn góður, hvað er að gerast í þessum heimi?" sagði Ferguson ósáttur í samtali við Sky sjónvarpsstöðina.

Fer Hackett einhverntíman á fund með Arsene Wenger, Rafa Benitez, eða þessum gamla hundi? Á nú að fara að moka undir Chelsea bara af því þeir urðu fyrir nokkrum vafasömum dómum. Þetta er út í hött," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×