Viðskipti innlent

Gengi krónunnar lækkaði

Króna.
Króna. Mynd/GVA

Gengi krónunnar veiktist um 2 prósent í dag og stóð vísitalan í 121,8 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings segir að svo virðist sem nokkur taugatitringur hafi verið til staðar á markaðnum í dag sem gæti verið hægt að rekja til áréttingu Fitch á lánshæfismati Íslands með neikvæðum horfum sem birt var fyrir helgi.

Deildin segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að þetta séu að vísu nokkuð sein viðbrögð því tiltölulega rólegt var á gjaldeyrismarkaðinum síðasta föstudag í síðustu viku þegar skýrslan birtist. Ennfremur hækkaði gengi krónunnar tímabundið meðan á símafundinum stóð á vegum Fitch í dag.

Hræringar í dag gætu því helst bent til þess að skoðanir séu séu farnar að skiptast á krónunni og meiri hreyfing sé að komast á markaðinn. Það feli í sér að krónan geti hæglega lækkað eða hækkað innan dags án þess að hægt sé tilgreina neina sérstaka opinbera ástæðu, að sögn greiningardeildar Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×