Erlent

Líkur aukast á þátttöku SÞ í friðargæslu í Darfur

Súdanski utanríkisráðherrann átti í viðræðum við franska utanríkisráðherrann um að leyfa friðargæsluliðum SÞ að taka þátt í starfinu í Darfur
Súdanski utanríkisráðherrann átti í viðræðum við franska utanríkisráðherrann um að leyfa friðargæsluliðum SÞ að taka þátt í starfinu í Darfur

Forsetinn í Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur lagt fram tillögur sem útiloka ekki þáttöku friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í úrlausn mála í Darfur. Þetta fullyrti forseti Senegal, Abdoulaye Wade, í dag.

Sagðist hann hafa undir höndum bréf frá al-Bashir þar sem þetta kom fram. Tillögurnar miða að því að takmarka þáttöku friðargæsluliða SÞ í héraðinu en fram að þessu hafa ráðamenn í Súdan verið mótfallnir þátttöku allra nema þeirra eigin hermanna.

Mikið hefur verið reynt að fá þá til þess að skipta um skoðun þar sem friðargæsluliðar frá Afríkusambandinu hafa aðeins leyfi til þess að starfa í Súdan fram til 31. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×