Erlent

Náttúrulegt verkjalyf sem er sterkara en morfín

Vísindamenn hafa komist að því að mannslíkaminn framleiðir verkjalyf sem er talið töluvert sterkara en morfín. Vísindamennirnir fundu efnið, sem heitir opiorphin, í munnvatni.

Þeir prófuðu það þvínæst á rottum og í ljós kom að lyfið veitti 3 til 6 sinnum meiri vernd gegn sársauka en morfín. Fram kom í yfirlýsingu frá vísindamönnunum að þeir hygðust rannsaka efnið betur og að þeir ætluðu sér að komast að því hversvegna og við hvaða tækifæri líkaminn leysir þetta náttúrulega verkjalyf úr læðingi.

Einnig ætluðu þeir sér að athuga möguleikana á því að þróa verkjalyf fyrir menn úr efninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×