Innlent

Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Vísir

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni.

Björn neitaði að svara fyrirspurninni, nefndi persónuverndarleg sjónarmið þar sem einkahagsmunir kynnu að stangast á við almannahagsmuni. Björn vísaði líka til þess að nefnd sem Alþingi hefði ákveðið að skipuð yrði skoðaði nú málið, og ítrekaði að hann vildi að þessi mál kæmu upp á borðið. Kristinn sagði óeðlilegt að ráðherra sæti á upplýsingunum og neitaði að láta þær af hendi. Það gengi ekki til lengdar að Alþingi léti það yfir sig ganga að dómsmálaráðherra verndaði þá sem gerðu rangt í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×