Írak að sundrast 17. nóvember 2006 19:00 Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira