Erlent

Búrka bannað í Hollandi

Rita Verdonk, dómsmálaráðherra Hollands að tilkynna bannið í dag.
Rita Verdonk, dómsmálaráðherra Hollands að tilkynna bannið í dag. MYND/AP

Hollenska ríkisstjórnin ákvað í dag að banna alklæðnað múslimakvenna, hið svonefnda Búrka, á almannafæri. Klæðnaðurinn hylur ekki aðeins allan líkama þeirra heldur einni andlit þeirra og skilur aðeins eftir göt fyrir augun.

Gera þeir þetta í nafni öryggis og almannaheil. Mikil umræða hefur myndast undanfarið á meginlandi Evrópu um hvernig megi aðlaga þá múslima sem þar búa að evrópskum samfélögum. Með þessari lagasetningu verður Holland með ein ströngustu lög er varða múslima í allri Evrópu.

Frakkar hafa bannað blæju fyrir andlit kvenna þar í landi sem og annan trúarlegan klæðnað, Bretar eru í umræðum um hvort eigi að gera það og Ítalir hafa áratugagömul hryðjuverkalög sem banna að hylja andlit sitt á almannafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×