Enski boltinn

Henry á að fá Gullknöttinn

Thierry Henry hefur um árabil verið einn besti knattspyrnumaður í heiminum
Thierry Henry hefur um árabil verið einn besti knattspyrnumaður í heiminum NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segir að Thierry Henry sé að sínu mati verðugasti leikmaðurinn til að verða sæmdur Gullknettinum sem besti knattspyrnumaður Evrópu, en Henry hefur ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar undanfarin ár þrátt fyrir frábær tilþrif.

"Í mínum huga er Henry langt á undan öðrum knattspyrnumönnum þegar kemur að þessum titli," sagði Wenger. Fabio Cannavaro hefur verið orðaður við verðlaunin, en Wenger finnst ósanngjarnt að hann fái verðlaunin frekar en Henry eftir að Ítalir lögðu Frakka í vítakeppni í úrslitaleiknum á HM.

"Ég óska Cannavaro til hamingju ef hann fær verðlaunin, en í mínum augum er bara einn maður verðugur verðlaunanna og það er Henry. Það er ekki réttlátt ef hann vinnur ekki þessi verðlaun, því hann á það skilið. Hann var markahæstur á Englandi, bestur á Englandi og næst markahæsti leikmaður Evrópu á eftir Luca Toni. Hann spilaði úrslitaleikinn í Meistaradeild og á HM þar sem hann tapaði mjög naumlega og ef til vill á ósanngjarnan hátt. Ég skal segja ykkur það hér og nú að það er fullt af leikmönnum sem hafa unnið þessi verðlaun sem hafa ekki afrekað nema brot af því sem Henry hefur afrekað á sínum ferli," sagði Wenger. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×