Erlent

Sílikonpúðar aftur leyfðir í Bandaríkjunum

Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa aftur notkun sílikonpúða til brjóstastækkunar. Púðarnir hafa verið bannaðir í Bandaríkjunum í 14 ár. Deilt hefur verið um það hvort púðarnir valdi brjóstakrabbameini.

Verður hverju fyrirtæki sem framleiðir púða gert að rannsókn á áhrifum þeirra. Hver rannsókn skal vera til 10 ára og fylgst með 40 þúsund konum sem fá settan í sig púða.

Sílikonpúðar voru fyrst teknir í notkun árið 1962 en bannaðir í Bandaríkjunum 30 árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×