Erlent

Árásir í Darfur-héraði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Stjórnvöld í Súdan og Janjaweed-sveitirnar hafa hafið árásir á ný í norðurhluta Darfur-héraðs. Afríkubandalagið segir árásirnar brjóta í bága við öryggissáttmála sem er í gildi. Uppreisnarmenn á svæðinu telja að sjötíu manns hafi látist í árásunum.

Í yfirlýsingu sem Afríkubandalagið sendi frá segir að mikið mannfall hafi orðið meðal almennra borgara í árásunum, engar tölur eru þó gefnar upp um hversu margir hafa týnt lífi. Uppreisnarmenn segja að árásirnar í dag hafi verið vel skipulagðar.

Aðeins er sólarhringur síðan að stjórnvöld í Súdan fögnuðu auknum stuðningi friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, við Afríkubandalagið, við friðargæslu í Darfur-héraði.

Átök í Darfur-héraði hófust árið 2003 og hafa kostað yfir tvö hundruð þúsund manns lífið. Auk þess sem talið er að um þrjár milljónir manna þurft að hverfa frá heimilum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×