Erlent

Ungmenni ráðast gegn innflytjendum

Kreml, í Moskvu
Kreml, í Moskvu MYND/Getty Images

Ungmennasamtök í Rússlandi ætla að bjóða fram sjálfboðaliða til þess að fara í eftirlitsferðir umhverfis Moskvu, til þess að hjálpa lögreglunni að berjast gegn glæpum, og grípa ólöglega innflytjendur.

Samtökin kalla sig Mestnye, sem þýða mætti Innfæddir. Liðsmenn þeirra réðust um síðustu helgi inn á tuttugu útimarkaði í úthverfum Moskvu, í leit að ólöglegum innflytjendum. Lögreglan skarst í leikinn, á nokkrum stöðum, þegar til átaka kom milli ungliðanna og sölumanna.

Rússnesk stjórvöld hafa lagt bann við því að útlendingar reki sölubása á mörkuðum, í Moskvu, frá og með fyrsta apríl næstkomandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×