Erlent

Mótmælin standa enn

Enn situr talsverður mannfjöldi í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, sem krefst þess að ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra segi af sér. Hizbollah-samtökin efndu í gær til mótmælastöðu í höfuðborginni sem talið er að um ein milljón manna hafi mætt í. Hizbollah-menn segja stjórnina handbendi Bandaríkjamanna og því verði mótmælt þar til hún er öll. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar Hizbollah-menn sjálfa handbendi erlendra afla, það er að segja Sýrlendinga og Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×