Erlent

Pútin vildi að Blair þaggaði niður í njósnara

Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. MYND/AP

Rússar reiddust mjög og kvörtuðu yfir því við bresku ríkisstjórnina, að bréf sem KGB njósnarinn Alexander Litvinenko skrifaði á banabeði sínum skyldi gert opinbert eftir að hann lést. Í bréfinu sakaði Litvinenko Vladimir Putin um að hafa myrt sig.

Breska blaðið Sunday Times segir að Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, hafi sagt samráðherrum sínum frá því að Rússar væru mjög reiðir yfir bréfinu. Hún sagði að Rússar virtust ekki skilja að Litvinenko hefði verið undir eftirliti lögreglunnar, en ekki í haldi hennar. Bresk yfirvöld hefðu því ekkert haft að segja um hvað Litvinov hefði skrifað eða hvort það yrði gert opinbert.

John Reid, innanríkisráðherra, varaði við því að hrapa að ályktunum um dauða Litvinenkos. Hann hefði ekki aðeins haft tengsl við KGB heldur einnig skipulagða glæpastarfsemi í Rússlandi, Tsjetsena og útlæga rússneska auðkýfinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×